„Þetta er eins og að fljúga“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, er í viðtali við bandaríska blaðið The New York Times í dag. Þar segist hann meðal annars vera spenntur fyrir svokölluðu Kaupmannahafnarhjóli, búnaði sem vísindamenn hafa fundið upp og á að aðstoða hjólreiðamenn upp brekkur.

Í viðtalinu segist Dagur þegar hafa prófað frumgerð af vörunni, sem þróuð var af fyrirtækinu Superpedestrian við MIT, Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum. „Það var eins og að fljúga,“ segir hann.

Um er að ræða sérútbúið tæki sem sett er á afturhjólið og aðstoðar hjólreiðamanninn upp brekkur. Mótor fer af stað þegar hjólað er upp brekkur og að sögn Dags finnur hjólreiðamaðurinn því ekki fyrir auknum líkamlegum erfiðum við þetta. Á leið niður brekkur hægi mótorinn svo á hjólinu.

„Það býr til sitt eigið rafmagn og gefur ekki frá sér neina mengun,“ segir hann. Með aukinni mengun í heiminum sé þetta því góð lausn.

Hægt er að forpanta Kaupmannahafnarhjólið á vef Superpedestrian, en hvert eintak kostar 949 dollara eða 125 þúsund krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert