Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hafa samþykkt kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem var undirritaður þann 29. maí síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða, eða 82,61%.
Á kjörskrá voru 659. Atkvæði greiddu 161, eða 24,43%. Já sögðu 133, eða 82,61%, nei sögðu 26, eða 16,15%, og auðir og ógildir seðlar voru tveir.
Helstu atriði samningsins eru þessi:
- Gildistími samnings er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018
- Taxtar hækka 1. maí 2015 um kr. 25.000
- Taxtar hækka 1. maí 2016 um kr. 15.000
- Taxtar hækka 1. maí 2017 um 4,5%
- Taxtar hækka 1. maí 2015 um 3%
- Byrjunarlaunaflokkar færðir upp í eins árs þrep og neðstu launaflokkar óvirkjaðir, svo launafólk getur auk áðurgreindra hækkana færst til í taxtakerfinu og hækkað í launum vegna þess, umfram það sem hækkanir taxta segja til um.
- Almennar launahækkanir 1. maí 2015 verða 3,2-7,2%, en prósentuhækkunin fer lækkandi eftir hærri tekjuþrepum.
- Almennar launahækkanir 1. maí 2016 5,5%
- Almennar launahækkanir 1. maí 2017 3%
- Almennar launahækkanir 1. maí 2018 2%
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í fjórum þrepum, við undirritun samnings kr. 245.000. Árið 2016 kr. 260.000. Árið 2017 kr. 285.000. Árið 2018 verður hún komin upp í kr. 300.000.
- Orlofs- og desemberuppbætur fara stighækkandi næstu 3 árin.
- Sérstök hækkun fiskvinnslufólks, meðal annars tveggja launaflokka hækkun þeirra sem eru með 7 ára starfsaldur.
Hér má lesa samninginn í heild sinni