Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, fundaði í liðinni viku með framkvæmdastjóra Taser, Rick Smith.
Vilji hefur verið fyrir því lengi hjá lögreglunni að taka upp rafbyssur en Vilhjálmur Árnason, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, hefur mælt fyrir upptöku þeirra á Alþingi. Hann hefur einnig hitt framkvæmdastjóra Taser.
Landssamband lögreglumanna hefur tvisvar ályktað um nauðsyn þess að taka upp rafbyssur. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinuí dag bendir Snorri á, að samkvæmt erlendum rannsóknum hafi upptöku tækjanna fylgt lægri meiðslatíðni.