Vill ekki „fótumtroða“ minnihlutann

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag það ekki rétt að hann vilji „fótumtroða“ minnihlutann á þinginu. Hann hafi aðeins vakið athygli á því að vilji meirihlutans í þinginu þyrfti að koma fram í stórum málum.

Hann sagði að fjöldi mála hefði ekki komist á dagskrá, meðal annars vegna þess að beitt hefði verið málhófi í málum sem ágreiningur ríkti um.

Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ræðu Bjarna og sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Bjarna lýsa mjög grunnu lýðræði. Landsmenn vildu fá dýpra lýðræði. Sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, einnig þingmaður Pírata, að lausnin væri einfaldlega meira lýðræði.

Bjarni sagðist vel geta tekið undir það að við ættum að þróa okkar lýðræði í átt til meira beins lýðræðis. „En hver verður þá réttur minnihlutans í til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslum?“ spurði hann. Hann yrði einfaldlega undir. Þannig væri það líka í fulltrúalýðræði.

Frétt mbl.is: Þingið í „óvissuferð“ í þrjár vikur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert