Fær aftur sömu stöðu og Noregur

AFP

Tek­in hef­ur verið ákvörðun af ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins um að Íslandi verði ekki leng­ur boðið að taka af­stöðu með sam­eig­in­legri stefnu sam­bands­ins í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um sem um­sókn­ar­ríki. Sú ákvörðun er liður í því að taka Ísland af lista Evr­ópu­sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu í sam­ræmi við ósk­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta staðfest­ir Klem­ens Ólaf­ur Þrast­ar­son, upp­lýs­inga­full­trúi sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, í sam­tali við mbl.is.

Þessi breyt­ing fel­ur í sér að Ísland hef­ur ekki leng­ur sömu stöðu og um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu í þess­um efn­um eins og landið hafði haft frá ár­inu 2010 þegar viðræður um inn­göngu þess í sam­bandið hóf­ust. Héðan í frá verði Íslandi ein­ung­is boðið að taka þátt í yf­ir­lýs­ing­um Evr­ópu­sam­bands­ins í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með sama hætti og Nor­eg­ur og Liechten­stein sem ásamt Íslandi eru aðilar að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) en utan sam­bands­ins.

Rík­is­stjórn­in til­kynnti Evr­ópu­sam­band­inu form­lega um miðjan mars á þessu ári að hún teldi Ísland ekki leng­ur vera um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu. Var óskað eft­ir því við Evr­ópu­sam­bandið að tekið yrði mið af því í störf­um sam­bands­ins. Evr­ópu­sam­bandið ákvað í kjöl­farið að fjar­lægja Ísland af list­um yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu á vefsíðum sín­um. Einnig ákvað Evr­ópu­sam­bandið að hætta að bjóða full­trú­um Íslands á þá fundi sem um­sókn­ar­rík­in hafa ann­ars rétt til að sækja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka