Fundu grundvöll til að byggja á

Samninganefnd ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa fundað nokkuð reglulega …
Samninganefnd ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa fundað nokkuð reglulega síðustu vikurnar. Kristinn Ingvarsson

Samninganefnd ríkisins og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skoða nú nýja útfærslu á samningsatriðum sem áður höfðu verið lögð fram í kjaraviðræðum deiluaðilanna. Fundurinn hefur staðið frá því klukkan níu í morgun og því ljóst að eitthvað virðist mjakast áfram og hafa deiluaðilar fundið sameiginlegan grundvöll til að byggja viðræðurnar áfram á.

Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH, segir í samtali við mbl.is að meðan menn ræði saman séu það jákvæðar fréttir. Aðspurður um hvað hafi verið rætt í dag segist hann ekki geta farið út í sérstök efnisatriði. „Menn eru að ræða saman og skoða ákveða útfærslu á því sem áður hafði verið lagt fram,“ segir hann.

Þá telur hann að deiluaðilar hafi fundið grundvöll til að byggja áframhaldandi viðræður á, en hann segir þessa nýju útfærslu vera lykilinn þar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert