Hafa sótt um lóð fyrir kláf við Esjuna

Kláfferja í Ölpunum.
Kláfferja í Ölpunum. Wikipedia/SteGrifo27

Esjuferja ehf. hefur sótt um lóðarleigu til þess að hefja framkvæmdir við að setja upp kláf sem mun ferðast upp og niður Esjuna.

„Við höfum sótt um lóð undir kláfinn. Svo er hönnunar- og skipulagsvinna í undirbúningi,“ segir Arnþór Þórðarson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar og framkvæmdastjóri Esjuferða ehf. Hann segir forsendur fyrir framkvæmdinni hafa styrkst.

„Kostnaðaráætlanir eru að verða betri auk þess sem markaðsaðstæður eru að styrkjast. Vaxandi fjöldi ferðamanna ræður þar mestu.“ Áætlaður kostnaður við að koma kláfnum upp er um þrír milljarðar kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert