Makrílfrumvarpið aðeins til 1 árs

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Breytingatillaga við makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra gerir nú ráð fyrir því að makríll verði aðeins kvótasettur til eins árs, en ekki þriggja eins og áður hafði verið lagt til. Tillagan er nú í kynningu hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, í kvöldfréttum RÚV.

Þegar frumvarpið var upphaflega lagt fram var gert ráð fyrir að kvótasetningin yrði til sex ára, en því var seinna breytt í þrjú ár. Mikil óánægja hefur þó verið með það meðal stjórnarandstöðunnar og þá var einnig sett á fót undirskriftarsöfnun sem 51 þúsund manns skrifuðu undir, en því var beint gegn frumvarpinu.

Í fréttum RÚV sagði Sigurður að þessi breytingartillaga væri meðal annars til að koma til móts við þessar kröfur og þá myndi hún væntanlega liðka fyrir samkomulagi um þinglok. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert