Sláttur víða hálfum mánuði á eftir meðalári

Bændur þurfa að bíða aðeins eftir því að hefja slátt.
Bændur þurfa að bíða aðeins eftir því að hefja slátt.

„Maður er orðinn heylaus, það rekur mann í þetta,“ segir Páll Magnús Pálsson, bóndi á Hvassafelli undir Eyjafjöllum. Hann sló gamla heimatúnið í gærmorgun. Það er fyrsti slátturinn á þeim bænum í vor.

Víðar eru menn að byrja að slá bletti til að fóðra kýr og geldneyti enda rúllustæður og hlöður víða orðnar tómar eftir lélegt heyskaparsumar í fyrra og kalt vor.

Oft eru bændur að keppast við að verða fyrstir til að slá. Tún við þjóðveginn á bæ einum sem slegið var snemma fékk heitið „forsíðublettur“. Í vor þurfa margir nauðsynlega á því að halda að slá snemma til að geta fóðrað skepnur sínar almennilega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert