Fimm utanlandsferðir á kjörtímabilinu

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kristján Þór Júlí­us­son, heil­brigðisráðherra, hef­ur á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili farið í fimm ut­an­lands­ferðir í embættiser­ind­um og er kostnaður við ferðalög ráðherra sam­tals 1.218.881 krón­ur. Þá er heild­ar­kostnaður vegna annarra starfs­manna ráðuneyt­is­ins sem sóttu fundi með ráðherra 2.856.763 krón­ur.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í svari ráðherra við fyr­ir­spurn Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ráðherra fór eina ferð á ár­inu 2013, en það var til Stokk­hólms í júní. Með hon­um í för voru skrif­stofu­stjóri skrif­stofu heil­brigðisþjón­ustu og skrif­stofu­stjóri gæða og for­varna. 

Árið 2014 fór ráðherra til Fær­eyja og Kaup­manna­hafn­ar í janú­ar á fund heil­brigðisráðherra ríkj­anna og var skrif­stofu­stjóri skrif­stofu heil­brigðisþjón­ustu með í för. Í júlí var fund­ur í San Marínó sem ráðherra og skrif­stofu­stjóri skrif­stofu gæða og for­varna sátu og í sept­em­ber var fund­ur á  veg­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar í Kaup­manna­höfn sem ráðherra ásamt fyrr­nefnd­um skrif­stofu­stjór­um og ráðuneyt­is­stjóra sátu.

Það sem af er þessu ári hef­ur ráðherra farið á á einn fund sem var í Genf í maí á veg­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar. Voru skrif­stofu­stjór­ar og ráðuneyt­is­stjóri með í för.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert