Mikið spurt um 150 milljóna asparskóg

Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991-1994.
Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991-1994.

„Það hefur töluvert af fyrirspurnum borist, ein frá Finnlandi en annars eru það Íslendingar sem eru að spyrjast fyrir. Það er akkúrat verið að sýna skóginn í þessum töluðum orðum,“ segir Stefán Páll Páluson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domusnova.

Fasteignasalan hefur fengið til sölu rúmlega 40 hektara asparskóg í landi Þrándarlundar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt eins hektara lóð.

Mikið nýtingargildi

Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991-1994 og er aðallega ösp af mismunandi kvæmum en einnig er greni að litlum hluta.

Skógurinn þekur um 31 hektara og er meðalhæð um 9,9 metrar. Stefán segir að verðmatið sé um 150-160 milljónir en raunvirðið örlítið minna.

Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir að nokkrir skógar hér á landi séu í einkaeign. Þessi tiltekni skógur hafi mikið nýtingargildi en Járnblendifélagið á Grundartanga geti nýtt sér öspina sem kolefnisgjafa. „Þetta er vaxtarlegur skógur. Þetta er tilraunaskógur sem Skógræktin gerði á sínum tíma og þarna höfum við verið með margar tilraunir í gegnum tíðina. Við lítum á þetta sem ánægjuleg tíðindi. Þarna er timbrið auglýst sérstaklega og menn sjá að það er orðið að fjármagni – nokkuð sem þekktist ekki hér áður fyrr,“ segir Arnór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert