Opna Dreka og Kverkfjöll á föstudag

Kverkfjöll.
Kverkfjöll. mbl.is/Vatnajökulsþjóðgarður

Allt lítur út fyrir að leiðin inn að Kverkfjöllum og Öskjuleið inn að Dreka verði opnaðar á föstudaginn kemur, en vegna mikilla snjóalaga voru uppi efasemdir um að hægt væri að opna hálendisvegi á hefðbundnum tíma í ár. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.

Enn hefur leiðin inn í Landmannalaugar ekki verið opnuð, en Pétur segir að mun meiri snjór sé á fjalllendinu á Suðurlandi en fyrir norðan. Þannig sé nú talsvert vatn á leiðinni inn í Laugar, en að áfram sé skoðað að opna hann á næstunni. Samkvæmt heimildum mbl.is gæti það jafnvel gerst strax eftir helgi.

Að undanförnu hafa ferðaþjónustuaðilar á sérútbúnum bílum getað fengið undanþágu til að fara inn í Laugar, en sú undanþága var með samþykki Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar. Segir Pétur að Umhverfisstofnun hafi fylgst vel með hvernig það gengi, en um er að ræða dagsferðir með ferðamenn, en ekki er verið að ferja göngumenn þangað.

Leiðin inn í Öskju verður væntanlega opnuð á föstudaginn.
Leiðin inn í Öskju verður væntanlega opnuð á föstudaginn. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert