Staða BHM enn óbreytt

Starfsmenn ríkisins innan BHM voru í verkfalli í hartnær ellefu …
Starfsmenn ríkisins innan BHM voru í verkfalli í hartnær ellefu vikur. Lög voru sett á verkfallið fyrir rúmri viku. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins, og er staðan óbreytt að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar félagsins. „Þetta er það sama og hefur verið á borðinu undanfarið og okkur hefur ekki borist neitt nýtt,“ segir hann.

Félagið fundaði með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær, en fundurinn hófst klukkan þrjú og lauk stuttu síðar. Eins og fram hefur komið undirrituðu hjúkr­un­ar­fræðing­ar nýj­an kjara­samn­ing við ríkið um klukk­an 22 í gær­kvöldi. Aðspurður segist Páll ekki vilja tjá sig um þá samninga, eða hvort þeir veiti fordæmi, en ítrekar að ekkert nýtt hafi komið fram af hálfu ríkisins.

En hvað fól síðasta tilboð í sér? „Munur lágmarkslauna fyrir ófaglærða og háskólamenn var um það bil 25% en ef við hefðum tekið síðasta tilboði hefði það farið í ríflega 6%. Með það í huga að markmið okkar sé að menntun sé metin til launa þá fannst okkur það ekki ásættanlegt.“

Þá segir Páll samningsnefnd BHM alltaf vera tilbúna í að funda „ef ríkið hefur eitthvað gott að bjóða okkur.“ Hann segist þó ekki telja lík­legt að ríkið muni koma fram með nýj­ar til­lög­ur fram að mánaðar­mót­um, en þá fer málið fyr­ir gerðardóm.

Frétt mbl.is: Ekki bjartsýnn á niðurstöðu

Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM.
Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert