Veiðigjöld hækki í 9,6 milljarða

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Meirihluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi nefndarinnar í morgun að veiðigjöld verði hækkuð um 12% á næsta fiskveiðiári vegna bættrar afkomu í sjávarútvegi. Verða þá gjöldin um 9,6 milljarðar króna.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið benda til þess að það megi segja að afkomubati greinarinnar í heild sé í kringum 12%. Þá er þetta í ákveðnu samræmi við það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert