Vonbrigði, reiði og sorg

00:00
00:00

Von­brigði, reiði og sorg eru þær til­finn­ing­ar sem bær­ast á meðal þeirra hjúkr­un­ar­fræðinga sem mbl.is ræddi við í há­deg­inu um kjara­samn­ing­ana sem voru samþykkt­ir í gær­kvöldi. Eng­inn af þeim hjúkr­un­ar­fræðing­um sem mbl.is náði í og hafa sagt upp störf­um ætl­ar að draga þær til­baka. 

Von­brigðin stafa helst af því að ekki hafi náðst að þoka dag­vinnu­laun­um þeirra nær því sem tíðkast hjá öðrum há­skóla­menntuðum starfs­mönn­um rík­is­ins. Kynja­bund­inn launamun­ur sé því enn áþreif­an­leg­ur.

Sum­ir nefna að dag­vinnu­laun­in þyrftu að vera ekki lægri en 400 þúsund á mánuði til þess að sætt­ir gætu náðst. „Er það mik­il frekja þegar maður ann­ast dauðvona fólk og hef­ur lokið fjög­urra ára há­skóla­námi?“ sagði viðmæl­andi sem ekki vildi láta nafns síns getið.

mbl.is ræddi við þrjá hjúkr­un­ar­fræðinga í há­deg­inu um samn­ing­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert