8% lengri tími í sjúkraflug

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið staðsettur í Vatnsmýri í 70 ár.
Reykjavíkurflugvöllur hefur verið staðsettur í Vatnsmýri í 70 ár. mbl.is/Árni Sæberg

Í skýrslu Rögnunefndarinnar, sem kynnt var í dag, kemur fram að væri starfsemi Reykjavíkurflugvallar færð í Hvassahraun myndi sjúkraflugstími lengjast um 8 og hálfa til 12 og hálfa mínútu vegna lengri flug- og aksturstíma. Viðbragðs-, bið- og flugtími flugtíma í fyrsta útkallsflokki nú er um 152 mínútur að meðaltali. Miðað við efri mörk viðbótartíma myndi sjúkraflugstími því lengjast um tæp 8%.

Að mati Rögnunefndarinnar er Hvassahraun sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar.

Stýrihópurinn vann út frá þeirri grunnforsendu að nýr flugvöllur á höfuðborgarsvæðinu geti að lágmarki tekið við allri þeirri starfsemi sem nú er í Vatnsmýri. Var því verkefni stýrihópsins í fyrsta lagi að athuga hvort önnur flugvallarstæði en Vatnsmýri kæmu til greina fyrir rekstur innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu og í öðru lagi að leggja mat á rekstrargrundvöll og möguleg sóknarfæri sem nýr flugvöllur með þróunarmöguleika til framtíðar hefði í för með sér fyrir íbúa, ferðaþjónustu og atvinnulíf.

Könnun stýrihópsins beindist að fjórum nýjum flugvallarstæðum, en þau eru Bessastaðanes, Hólmsheiði, Hvassahraun og Löngusker. Þá voru einnig breyttar útfærslur á legu flugbrauta í Vatnsmýri skoðaðar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat í stýrihópnum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat í stýrihópnum. mbl.is/Þórður Arnar
Hvassahraun er 6-8 kílómetra í suðvestur frá Hafnarfirði.
Hvassahraun er 6-8 kílómetra í suðvestur frá Hafnarfirði. Mynd/Mannvit
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert