Hvassahraun kemur best út

Mynd/Mannvit

Rögnu­nefnd­in svo­kallaða, sem nefnd er eft­ir Rögnu Árna­dótt­ur for­manni nefnd­ar­inn­ar, hef­ur nú skilað skýrslu sinni og niður­stöðum, en um er að ræða stýri­hóp um sam­eig­in­lega at­hug­un rík­is, Reykja­vík­ur­borg­ar og Icelanda­ir Group á flug­vall­ar­kost­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Að mati stýri­hóps­ins er Hvassa­hraun sá flug­vall­ar­kost­ur sem hef­ur mesta þró­un­ar­mögu­leika til framtíðar.

Stýri­hóp­ur­inn vann út frá þeirri grunn­for­sendu að nýr flug­völl­ur á höfuðborg­ar­svæðinu geti að lág­marki tekið við allri þeirri starf­semi sem nú er í Vatns­mýri. Var því verk­efni stýri­hóps­ins í fyrsta lagi að at­huga hvort önn­ur flug­vall­ar­stæði en Vatns­mýri kæmu til greina fyr­ir rekst­ur inn­an­lands­flugs á höfuðborg­ar­svæðinu og í öðru lagi að leggja mat á rekstr­ar­grund­völl og mögu­leg sókn­ar­færi sem nýr flug­völl­ur með þró­un­ar­mögu­leika til framtíðar hefði í för með sér fyr­ir íbúa, ferðaþjón­ustu og at­vinnu­líf.

Könn­un stýri­hóps­ins beind­ist að fjór­um nýj­um flug­vall­ar­stæðum, en þau eru Bessastaðanes, Hólms­heiði, Hvassa­hraun og Löngu­sker. Þá voru einnig breytt­ar út­færsl­ur á legu flug­brauta í Vatns­mýri skoðaðar.

Fram kem­ur í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að í sam­an­b­urði við aðra flug­vall­ar­kosti kem­ur Hvassa­hraun vel út. Er þá litið til þátta eins og veðurfar, rým­is og hindr­ana, kostnaðar- og um­hverf­is­mála. „Þá kem­ur Hvassa­hraun best út þegar horft er til mögu­leika flug­vall­ar­stæða til að taka við flug­um­ferð eða starf­semi um­fram það sem nú er í Vatns­mýri.“ 

Veðurfar milt í Hvassa­hrauni

„Hvassa­hraun er því að mati stýri­hóps­ins sá flug­vall­ar­kost­ur sem hef­ur mesta þró­un­ar­mögu­leika til framtíðar, borið sam­an við aðra flug­vall­ar­kosti,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Skýrslu­höf­und­ar segja veðurfar í Hvassa­hrauni vera frek­ar milt en þó gæt­ir „áhrifa sjáv­ar­lofts á hitaf­ar í mun minna mæli þar en t.d. á Reykja­vík­ur­flug­velli og Kefla­vík­ur­flug­velli. Vind­hraði er svipaður og á Reykja­vík­ur­flug­velli en suðlæg­ar átt­ir að vetri al­geng­ari í Hvassa­hrauni. Meðal­hviðustuðull­inn var svipaður og á Reykja­vík­ur­flug­velli í öll­um vindátt­um nema norðlæg­um og norðaust­læg­um átt­um.“

Skýrslu­höf­und­ar benda þó einnig á að skoða þurfi ýmis atriði, þar á meðal mögu­leg­ar mót­vægisaðgerðir vegna sjúkra­flutn­inga. „Við frek­ari at­hug­un á mögu­leg­um flug­velli í Hvassa­hrauni verður einnig að taka með í reikn­ing­inn ná­lægð við Kefla­vík­ur­flug­völl, svo sem varðandi loft­rými, flug­ferla og rekst­ur.“

Bent er á að not­hæfisstuðull í Hvassa­hrauni er 96,4 til 97,2% fyr­ir tvær flug­braut­ir en 99,6% fyr­ir þrjár flug­braut­ir. „Flug­kviku­reikn­ing­ar benda til að tíðni mik­ill­ar ókyrrðar í aðflugi í Hvassa­hrauni sé ekki vanda­mál sam­an­borið við aðra flug­vall­ar­kosti. Þá eru mögu­leik­ar á ná­kvæmn­isaðflugi ágæt­ir í sam­an­b­urði við önn­ur flug­vall­ar­stæði.“

Þá er stofn­kostnaður flug­vall­ar og bygg­inga sem tækju við allri starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar áætlaður vera um 22 millj­arðar króna „sem er jafn­framt ódýr­asti kost­ur­inn.“

Löngu­sker dýr­asti kost­ur­inn

Hólms­heiði kem­ur lak­ar út að sögn skýrslu­höf­unda en aðrir kost­ir að því er varðar ná­lægð við fjöll, veðurfar og hæð yfir sjáv­ar­máli. Þegar kem­ur að mögu­leg­um flug­vall­ar­stæðum á Bessastaðanesi og Löngu­skerj­um þarf að taka „veiga­mikla um­hverf­isþætti“ með í reikn­ing­inn. Að auki er bent á í skýrsl­unni að Löngu­sker er dýr­asti kost­ur­inn.

„Á Bessastaðanesi er rými til staðar fyr­ir flug­braut­ir og þá flug­starf­semi sem nú er í Vatns­mýri en þró­un­ar­mögu­leik­ar tak­markaðir. Sömu sögu má segja á Löngu­skerj­um, en þar yrðu flug­braut­ir ekki lengd­ar og at­hafna­svæði stækkað nema með dýr­um land­fyll­ing­um.“

Til­lög­ur hóps­ins

Fram kem­ur í skýrslu stýri­hóps­ins að mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vall­ar hafa lengi verið bit­bein og deilu­mál árum og ára­tug­um sam­an. Er því mik­il­vægt að „all­ir aðilar sam­komu­lags­ins og aðrir hags­munaaðilar í mál­inu komi að umræðunni um gögn stýri­hóps­ins, um­sögn og til­mæli með opn­um huga og sann­girni.“

„Stýri­hóp­ur­inn legg­ur til að aðilar sam­komu­lags­ins komi sér sam­an um næstu skref í mál­inu á grund­velli þeirra gagna sem hann hef­ur afl að:

Flug­vall­ar­skil­yrði í Hvassa­hrauni verði full­könnuð með nauðsyn­leg­um rann­sókn­um næsta vet­ur auk þess sem rekstr­ar­skil­yrði mis­mun­andi út­færslu og hönn­un­ar verði met­in. Ná­ist samstaða um það legg­ur stýri­hóp­ur­inn til að stofnað verði sam­eig­in­legt und­ir­bún­ings­fé­lag í þessu skyni.

Sam­hliða tel­ur stýri­hóp­ur­inn nauðsyn­legt að náð verði sam­komu­lagi um að rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Vatns­mýri verði tryggt á meðan nauðsyn­leg­ur und­ir­bún­ing­ur og eft­ir at­vik­um fram­kvæmd­ir fara fram. Að sama skapi þarf að eyða óvissu um framtíð æf­inga-, kennslu- og einka­flugs.

Ragna Árnadóttir formaður nefndarinnar kynnir niðurstöður.
Ragna Árna­dótt­ir formaður nefnd­ar­inn­ar kynn­ir niður­stöður. mbl.is/Þ​órður Arn­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert