Kópavogskirkja leitar nú til velunnara sinna og sóknarbarna eftir fjárframlögum vegna aðkallandi viðgerða á kirkjunni. Kirkjan var vígð árið 1962 og hefur staðið af sér tímana tvenna en nú er hún að þolmörkum komin.
Fjárhagur Kársnessóknar hefur staðið illa síðustu ár og ekki hefur verið unnt að ráðast í nauðsynlegt viðhald á kirkjunni.
Ljóst er að kirkjan er illa á sig komin og pyngja sóknarinnar ekki þung. „Það hafa ekki verið miklir peningar í sjóðum kirkjunnar síðustu ár,“ segir Guðmundur Jóhann Jónsson, formaður sóknarnefndar kirkjunnar. Meðal annars lekur kirkjan og liggur undir steypuskemmdum. Viðhaldið hefur verið rýrt á síðustu árum, sérstaklega eftir hrun. Við vonumst til að geta komist í allra nauðsynlegustu viðgerðirnar í sumar,“ segir Guðmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.