Fylgi Pírata mælist nú 32,4%, borið saman við 34,5% í síðustu könnun MMR, en Píratar mælast enn með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Pírata hafði aukist mjög mikið fram að þessari mælingu, en mælist nú minna en í síðustu könnun.
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 24. júní 2015. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 31,9% en mældist 29,4% í síðustu mælingu.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,3%, borið saman við 21,2% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,6% borið saman við 11,8% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,5%, borið saman við 11,1% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,0%, borið saman við 11,3% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 6,8%, borið saman við 6,7% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.