Reyna á að opna Öskjuleið í vikunni

Unnið að opnun Öskjuleiðar.
Unnið að opnun Öskjuleiðar. Ljósmynd/Gísli Rafn Jónsson

Vegagerðin stefnir að því að opna Öskjuleið síðar í vikunni. Veghefill fór frá Mývatnssveit í gær til að ryðja snjó frá.

Vegurinn yrði þá annar fjallavegurinn sem opnast, en hleypt er á undanþágum í Landmannalaugar. Enn er gríðarlegt fannfergi á hálendinu og ástand fjallvega á einn veg. Þeir eru lokaðir.

„Hálendið opnast þegar það opnast. Það er enn snjór yfir öllu og hálendið því lokað,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar stefna á að hefja hálendisvakt þann 3. júlí á þremur stöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert