Sigmundi hótað vegna haftamála

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég veit að ákveðnir aðilar sem vildu hafa áhrif á umræðuna út af haftamálunum fóru skipulega að dreifa ýmsum sögum um mig,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segir markmiðið hafa verið að reyna að draga úr trúverðugleika hans, „og skaða möguleika mína á því að hafa áhrif á gang mála. Og talandi um fjárkúgun og hótanir þá hef ég meir að segja fengið hótanir úr þeim ranni.“

Spurður hvernig hótanir það hafi verið segir Sigmundur að þær hafi verið þess eðlis að „ríkisstjórnin væri að ganga þannig fram gagnvart þessum aðilum að við myndum fá að gjald þess fylgdum við þessari stefnu áfram. Menn væru í aðstöðu til að skaða okkur verulega.

Það er mjög hættulegt fyrir stjórnmálin ef það er orðin baráttuleið að leggjast í persónuofsóknir og hóta mönnum og telja það bestu leiðina til að ná sínu fram,“ segir Sigmundur Davíð í viðtalinu við DV. 

Í viðtalinu segist hann um tíma hafa safnað slúðursögum um sjálfan sig. „Margar þeirra þóttu mér fyndnar en sumar óviðeigandi.“

Sjá einnig: Hótað „óþægilegri fjölmiðlaumfjöllun“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert