Glapræði gagnvart öryggi

Rögnunefndin skilar af sér skýrslu um framtíðar flugvallarstæði.
Rögnunefndin skilar af sér skýrslu um framtíðar flugvallarstæði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Einka­flug­menn telja nýj­an inn­an­lands­flug­völl í Hvassa­hrauni glapræði gagn­vart flu­gör­yggi. Yfir­kenn­ari hjá Flug­skóla Íslands tel­ur sótt að einka­flug­inu og að flug­kennsla legg­ist af hér á landi ef Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði lagður niður.

Í niður­stöðum stýri­hóps rík­is, Reykja­vík­ur­borg­ar og Icelanda­ir kem­ur fram það álit að Hvassa­hraun sé besti kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl. Nefnd­inni var falið að kanna aðra kosti en Reykja­vík­ur­flug­völl í Vatns­mýri. Áætlað er að stofn­kostnaður nýs flug­vall­ar sé um 22 millj­arðar króna.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Reyn­ir Ein­ars­son, yfir­kenn­ari hjá Flug­skóla Íslands, að flug­völl­ur í hrauni sé hættu­leg­ur. Ryðja þurfi gríðar­stór ör­ygg­is­svæði, sem hann tel­ur að gangi illa upp.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert