Ekkert liggur fyrir um það hvenær Alþingi fer í sumarfrí. Þetta staðfestir Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, í samtali við mbl.is.
Eins og mbl.is hefur fjallað um hafa viðræður átt sér stað á milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi um málið án þess að niðurstaða liggi fyrir. Fjórar vikur eru síðan þinglok áttu að eiga sér stað samkvæmt upphaflegri starfsáætlun þingsins.