Aldrei hefur verið hærra hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá en árið 2014. Þá voru 23% atvinnulausra á skrá hjá Vinnumálastofnun með háskólamenntun en þetta hlutfall var 8% árið 2000.
„Háskólamenntun á fyrsta stigi, þ.e. BA- og BS-próf, er kannski farin að líkjast því sem stúdentspróf var fyrir 30-40 árum,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.