Vara við hvassviðri á Suð-austurlandi

Búast má við hvassviðri á Suður- og Suð-austurlandi í dag …
Búast má við hvassviðri á Suður- og Suð-austurlandi í dag og á morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Veðurstofan hefur birt viðvörun vegna mikils hvassviðris á syðst á landinu og á Suð-austurlandi í dag. Verður afar hvasst á þessum slóðum fram á morgundaginn og fara hviður jafnvel yfir 30 metra á sekúndu.

Er því akstur með aftanívagna varhugaverður sem og akstur á bílum sem taka á sig mikinn vind, eins og til dæmis húsbílar. 

Þá má einnig búast við strekkingsvindi, um 10-15 metra á sekúndu, á norð-vesturhluta landsins á morgun þar sem hviður geta náð 20 metra á sekúndu við fjöll. 

Sjá frétt mbl.is: Gerið ykkur klár fyrir 20°C

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert