Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður allt að 22 stiga hiti á landinu í dag, hlýjast á Suðvesturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð hita á bilinu tólf til átján stig.
Veðurstofan spáir annars austlægri átt, 8-15 m/s, en 15-20 m/s syðst á landinu og með suðausturströndinni. Mun heldur draga úr vindi í kvöld og nótt og verður hann 5-13 m/s á morgun.
Það verður bjartviðri vestan- og norðvestanlands í dag, en dálítil rigning eða súld austan- og sunnanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig víða, en fimm til tíu stig við austurströndina.
Á höfuðborgarsvæðinu er spáð norðaustan vindi 8-13 m/s, en lægir í kvöld. Á morgun verður austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Verður léttskýjað en þykknar upp upp úr hádegi með dálítilli vætu.
Hægt er að fylgjast með veðurspánni á veðurvef mbl.is