Hætti að tala sem „gamaldags flokkur“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist hafa hugsað með sér eft­ir lands­fund flokks­ins í mars, þegar hann vann for­manns­kjörið gegn Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur með aðeins einu at­kvæði, hvort hann gæti með ein­hverj­um hætti fengið skýr­ara umboð.

Hann langaði að finna leið til að kalla fram alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu meðal allra flokks­manna. Það hefði hins veg­ar ekki verið hægt.

„Ég vildi fá að leggja verk mín og hug­mynd­ir í dóm allra flokks­manna, eins og þegar ég var kjör­inn formaður fyrst á sín­um tíma,“ sagði hann í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Lög Sam­fylkin­ar­inn­ar væru hins veg­ar ansi stíf og því hefði ekki verið hægt að boða til slíkr­ar at­kvæðagreiðslu.

„Ég gat ekki óskað eft­ir alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu til að fá skýr­ara umboð. Það verður að bíða for­manns­kjörs sem get­ur ekki farið fram fyrr en eft­ir tvö ár, 2017,“ sagði hann og bætti við að hann myndi sækja styrk og stuðning til þess að halda áfram að berj­ast við að koma Sam­fylk­ing­unni út úr þeirri erfiðu stöðu sem hún væri í.

Hann sagði að í huga fólks væri Sam­fylk­ing­in einn af fjór­flokk­un­um, sem hún væri þó alls ekki. Flokk­ur­inn hefði verið stofnaður á sín­um tíma til höfuðs fjór­flokk­un­um.

Hann viður­kenndi að hann, og flokk­ur­inn, hefði ekki gert nóg til að „rjúfa þá ímynd í huga fólks að við séum kerf­is­flokk­ur“.

Hann nefndi að fylg­istap flokks­ins á umliðnum árum væri áfell­is­dóm­ur. Þró­un­in hefði haf­ist með stofn­un Bjartr­ar framtíðar og haldið síðan áfram. Þegar Björt framtíð fór að tapa fylgi, þá hefði það ekki farið yfir til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, held­ur horfði fólk nú til Pírata.

„Og þetta er áfell­is­dóm­ur yfir Sam­fylk­ing­unni sem hún verður að bregðast við,“ sagði hann. Flokk­ur­inn þyrfti að „hætta að tala sem gam­aldags flokk­ur og hætta að vinna sem gam­aldags flokk­ur“.

Hann sagði að fólk hefði eng­an áhuga á því að „hlusta á ræður okk­ar um eig­in ágæti“ eða lesa yf­ir­lýs­ing­ar um „hvað við séum æðis­leg. Fólk vill sam­tal og geta haft áhrif á það hvert við séum að stefna, hafa áhrif á ein­stök stefnu­mál, og við sem flokk­ur þurf­um að bregðast við því“, sagði hann.

Fólk væri orðið þreytt á hinum „hefðbundnu“ flokk­um. Þeim flokk­um gengi illa, en það væri sér­stakt vanda­mál ef Sam­fylk­ing­in væri í þeim hópi. „Hún á ekki að vera í flokki með gömlu kerf­is­flokk­un­um.“ Sam­fylk­ing­in væri um­bóta­hreyf­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert