75% á einni deild hafa sagt upp

45% hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild LSH á Fossvogi höfðu sagt upp …
45% hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild LSH á Fossvogi höfðu sagt upp störfum á föstudaginn. mbl.is/Eggert

Í hádeginu á föstudaginn höfðu 229 heilbrigðisstarfsmenn á Landspítalanum sagt upp störfum síðustu vikur, þar af 196 hjúkrunarfræðingar. Uppsagnirnar dreifa sér um svið sjúkrahússins, en til dæmis höfðu 60 hjúkrunarfræðingar á aðgerðarsviðið sagt upp störfum, 45 á lyflækningasviði og átján á kvenna og barnasviði.

1. júní störfuðu 287 hjúkrunarfræðingar á aðgerðarsviði sjúkrahússins. 60 þeirra höfðu sagt upp störfum á föstudaginn. Á flæðisviði voru þeir 223 en tuttugu hafa sagt upp. Á geðsviði störfuðu 128 hjúkrunarfræðingar 1. júní en þar höfðu tíu sagt upp á föstudaginn. 161 hjúkrunarfræðingur starfaði á kvenna- og barnasviði en á föstudaginn höfðu átján sagt upp. Flestir hjúkrunarfræðingar störfuðu á lyflækningasviði 1. júní eða 404 talsins. Á föstudaginn höfðu 45 þeirra sagt  upp. Á skurðlækningasviði störfuðu 209 hjúkrunarfræðingar en á föstudaginn höfðu 43 þeirra sagt upp.

Þar að auki höfðu níu lífeindafræðingar, tvær ljósmæður og 22 geislagræðingar sagt upp störfum. 

Gert er ráð fyrir því að fleiri uppsagnir hafi bæst í hópinn í dag.

Eins og sjá má í meðfylgjandi skýringamynd sem byggð er á upplýsingum frá spítalanum koma uppsagnirnar misþungt niður á deildum sjúkrahússins. Til að mynda höfðu 75% hjúkrunarfræðinga sagt upp störfum á dag- og göngudeild taugasjúkdóma og 72% á hjarta- lungna og augnskurðdeild. Á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Fossvogi voru 45% hjúkrunarfræðinga búnir að segja upp störfum sínum á föstudaginn.

Hér má sjá hlutfall hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum sjúkrahússins sem …
Hér má sjá hlutfall hjúkrunarfræðinga á ýmsum deildum sjúkrahússins sem sagt hafa upp. mbl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert