Allar verslanir í þriggja mínútna göngufjarlægð frá bílastæðahúsi

Hægt er að komast í alla verslun og þjónustu á Laugavegi tiltölulega auðveldlega, en lengsta mögulega vegalengd sem þarf að ganga er 350 metrar. Það gæti t.a.m. gerst myndi ökumaður leggja bíl við Bergstaðarstræti en þurfa að komast í verslun á horni Frakkastígs og Laugavegs. Þessi vegalengd er í um 3 mínútna fjarlægð á meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Björn Teitsson upplýsingafulltrúi og Andri Gunnar Lyngberg arkitekt unnu.

Á Laugavegskortinu hér að ofan eru bílastæðahúsin merkt. Standa stafirnir fyrir

T: Traðarkotssund

B: Bergstaðarstræti

V: Vitastígur

S: Snorrabraut

Sé þetta borið saman við Kringluna má sjá að lengsta mögulega vegalengd frá bílastæði að verslun er 210 metrar. Það gæti gerst ef ökumaður myndi leggja bíl í horni bílastæðis, hvort heldur norðan-eða sunnan vegna við Kringluna., en þyrfti að fara í Vínbúðina í Kringlunni, sem dæmi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert