Kostnaður á bilinu 40-90 milljarðar

Nýju svæðisskipulagi var fagnað í Höfða í dag.
Nýju svæðisskipulagi var fagnað í Höfða í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlaður kostnaður við svo­kallaða Borg­ar­línu sem fjallað er um í nýju skipu­lagi fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið hleyp­ur á 40-90 millj­örðum króna. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir skipu­lagið marka tíma­mót, en þar eru lagðar lín­urn­ar fyr­ir skipu­lag og upp­bygg­ingu í þeim sjö sveit­ar­fé­lög­um sem mynda höfuðborg­ar­svæðið.

Sam­komu­lag um Höfuðborg­ar­svæðið 2040 var staðfest með und­ir­rit­un í Höfða í dag en und­ir­bún­ing­ur að skipu­lag­inu hef­ur staðið yfir frá síðsta kjör­tíma­bili. Dag­ur seg­ir að lagt hafi verið upp með að læra af reynsl­unni, bæði af eldra skipu­lagi og hrun­inu, og ná betri ár­angri í sam­eig­in­leg­um verk­efn­um.

Ekki er um að ræða eig­in­legt svæðis­skipu­lag, held­ur stefnu­mót­un um framtíðar­sýn næstu 25 árin.

„Það eru engu að síður lagðar býsna skýr­ar lín­ur um það hvernig byggðin á að þró­ast,“ seg­ir Dag­ur um skipu­lagið. „Hún á að þró­ast inn á við, hún á að vera í þágu lífs­gæða íbú­anna og leysa sam­göng­ur í aukn­um mæli með al­menn­ings­sam­göng­um með aðstöðu fyr­ir hjólandi og gang­andi þannig að það bæt­ist ekki öll viðbót­ar­byggðin í sama mæli inn á stofn­braut­irn­ar og stífli þær. Ein af grunn­for­send­um í skipu­lag­inu er að til 2040 muni bæt­ast við um 70 þúsund manns inn á höfuðborg­ar­svæðið og stóra verk­efnið í skipu­lag­inu er að koma því fólki fyr­ir þannig að það bitni ekki á íbú­un­um eða innviðunum.“

Skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir þétt­ingu byggðar og að staðinn verði vörður um ósnert svæði um­hverf­is höfuðborg­ina og græn svæði. Skipu­lagið fel­ur í sér öfl­uga vatns- og nátt­úru­verndaráætl­un, að sögn Dags. „Það er lögð mik­il áhersla á sjálf­bærni í öll­um skiln­ingi, og hag­kvæmni, þannig að það verði ekki of dýrt að búa á höfuðborg­ar­svæðinu. Þannig eru hags­mun­ir heim­il­anna þarna mjög framar­lega,“ seg­ir hann.

Hef­ur óskað eft­ir form­leg­um viðræðum við ríkið

Varðandi svo­kallaða Borg­ar­línu, sem er eitt þeirra verk­efna sem áætl­un­in tek­ur til og mun ef­laust vekja einna mesta at­hygli, seg­ir Dag­ur um að ræða kerfi annað hvort hraðvagna eða létt­lesta. Hann seg­ir und­ir­bún­ing standa yfir um leiðir fyr­ir þetta nýja kerfi en þar verði ann­ars veg­ar tekið mið af því hvar flest­ir búa sem eru lík­leg­ir til að nýta sér kerfið og hins veg­ar hvar byggð muni þró­ast.

Aðspurður seg­ir Dag­ur Borg­ar­lín­una kalla á mikl­ar fram­kvæmd­ir og um­tals­verða fjár­fest­ingu. „Og þetta kall­ar á mjög náið sam­starf sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu við ríkið, og ég hef þegar skrifað inn­an­rík­is­ráðherra bréf og óskað eft­ir form­leg­um viðræðum um sam­starf um að byggja upp öfl­ug­ar al­menn­ings­sam­göng­ur á þess­um nót­um á grund­velli nýja svæðis­skipu­lags­ins.“

Dag­ur seg­ir að búið sé að gera kostnaðarmat fyr­ir hraðvagna­kerfi, létt­lest­ar­kerfi og gömlu leiðina, þ.e. að fjölga ak­rein­um og mis­læg­um gatna­mót­um.

„Síðast­nefnda leiðin, þ.e.a.s. að nota gömlu aðferðirn­ar er bæði dýr­ust og eyk­ur tafa­tím­ann í um­ferðinni mest. Þetta eru hátt í 200 millj­arðar sem gamla leiðin myndi kosta. Létt­lest­ar­kerfið gæti kostað allt að 90 millj­arða en hraðvagna­kerfi á bil­inu 40-50 millj­arða. Og nú vilj­um við bara ræða við ríkið bestu leiðir í þessu út­frá hags­mun­um fólks­ins sem býr hér á svæðinu.“

Sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafa þegar gert sam­komu­lag við Vega­gerðina um sam­ráð og sam­starf um út­færslu Borg­ar­lín­unn­ar, en tím­arammi fram­kvæmda er háður fjár­mögn­un.

Tíma­móta­skipu­lag

„Þetta er búin að vera  heil­mik­il umræða og sveit­ar­fé­lög­in eru að sumu leyti ólík en ég held að þau hafi samt öll náð sam­an um þessa framtíðar­sýn vegna þess að aðrar leiðir eru bæði dýr­ar og verri fyr­ir um­hverfið og í raun fyr­ir framtíðina á svæðinu,“ seg­ir Dag­ur spurður að því hvort ágrein­ing­ur hafi verið uppi um ein­hver ákveðin atriði.

„Við kom­umst ekki að þess­ari niður­stöðu fyrr en eft­ir mjög mikla vinnu og ít­ar­leg­ar grein­ing­ar á mis­mun­andi leiðum sem hægt er að fara. Þannig að það eru í raun svo­lít­il tíma­mót í því að sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu standi sam­an um svona skýra framtíðar­sýn og áætl­un til 2040.“

Svæðis­skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir að á fjög­urra ára fresti sé lögð fram þró­un­ar­áætl­un um for­gangs­röðun og Þró­un­ar­áætl­un höfuðborg­ar­svæðis­ins 2015-2018 ligg­ur þegar fyr­ir.

- En rík­ir það mik­il sátt um skipu­lagið að það sé lík­legt til að standa af sér póli­tísk­ar hrær­ing­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um?

„Ég vona það,“ svar­ar borg­ar­stjóri. „Alla vegna þá stóð það af sér síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Það lá fyr­ir í drög­um í lok síðasta kjör­tíma­bils og fór til­tölu­lega lítið breytt í aug­lýs­ingu á nýja kjör­tíma­bil­inu, eft­ir að nýtt fólk haðfi farið aft­ur yfir málið. En niðurstaðan var sú að sveit­ar­stjórn­irn­ar voru til­bún­ar til að gera þetta að sínu og staðfesta þetta. Og ég ætla að halda því fram að það sé vegna þess að und­ir­bún­ings­vinn­an var mjög góð. Þetta er ekki byggt á ein­hverj­um skoðunum held­ur grein­ingu á nú­ver­andi stöðu, á mis­mun­andi leiðum til framtíðar og mati á því hvað er best út­frá heild­ar­hags­mun­um. Og það er svo mik­il­vægt í þessu.“

Frétt mbl.is: Kjarn­arn­ir tengd­ir með Borg­ar­línu

Höfuðborgarsvæðið 2040.
Höfuðborg­ar­svæðið 2040. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhendir Degi, sem er stjórnarformaður …
Sigrún Magnús­dótt­ir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, af­hend­ir Degi, sem er stjórn­ar­formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ingu á samþykki ráðuneyt­is­ins á nýrri vatns­vernd höfuðborg­ar­svæðis­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Ófá skjöl biðu undirritunar, bæði vegna skipulagsins og vatnsverndarinnar.
Ófá skjöl biðu und­ir­rit­un­ar, bæði vegna skipu­lags­ins og vatns­vernd­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert