„Þetta er mjög alvarlegt“

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði mbl.is/Kristinn

„Þetta er auðvitað mjög al­var­legt enda erum við að tala um fjöl­menn­an vinnustað þar sem marg­ir starfs­menn búa í Hafnar­f­irði,“ seg­ir Har­ald­ur L. Har­alds­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, um þau áform lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Acta­vis að flytja lyfja­fram­leiðslu úr landi eft­ir tvö ár. Um 300 störf eru í verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í bæn­um og þar býr nærri helm­ing­ur starfs­manna.

Frétt mbl.is: Sagt frá hópupp­sögn­um í morg­un

Har­ald­ur seg­ir eng­an aðdrag­anda hafa verið að mál­inu. „Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Við höf­um óskað eft­ir því að for­svars­menn Acta­vis komi á fund bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn þar sem þeir munu gera okk­ur frek­ari grein fyr­ir stöðunni.“

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs, seg­ist í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag von­ast tilþess að ein­hver sjái sér hag í því að taka aðstöðuna yfir og nýta þekk­ingu starfs­fólks­ins.

Actavis hyggst flytja starfsemi úr landi.
Acta­vis hyggst flytja starf­semi úr landi. mbl.is/​Rósa Braga

Frétt mbl.is: Áfall fyr­ir Hafn­ar­fjörð

Har­ald­ur seg­ir áætlan­ir Acta­vis ekki liggja skýrt fyr­ir. „Nú vit­um við ekki hver plön­in eru, en þarna er alla­vega stórt hús­næði sem við von­um að muni vænt­an­lega hýsa ein­hverja starf­semi,“ seg­ir Har­ald­ur.

Fyrst Fiski­stofa, nú Acta­vis

Aðspurður seg­ir hann und­an­farna mánuði vissu­lega erfiða fyr­ir bæ­inn, fyrst Fiski­stofa og nú Acta­vis. „Þessi mál eru stór og þetta skipt­ir allt máli. Svona um­svif kalla á ákveðna þjón­ustu og þegar dreg­ur úr henni hef­ur það marg­feld­isáhrif.“

Fiskistofa verður flutt til Akureyrar, en þangað verða allir nýir …
Fiski­stofa verður flutt til Ak­ur­eyr­ar, en þangað verða all­ir nýir starfs­menn ráðnir. Nú­ver­andi starfs­menn þurfa þó ekki að flytja sig um set, utan fiski­stofu­stjóra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hann seg­ir bæ­inn hins veg­ar alltaf í sókn í at­vinnu­upp­bygg­ingu, en unnið er að stofn­un sér­stakr­ar markaðsstofu. „Mark­miðið er að laða fleiri fyr­ir­tæki inn og bæta þjón­ustu Við vilj­um styrkja at­vinnu­lífið eins vel og við get­um,“ seg­ir Har­ald­ur. Hann von­ast til þess að störf markaðsstof­unn­ar verði haf­in inn­an hálfs árs, en starfsmaður vinn­ur nú að stofn­un henn­ar. Hann seg­ir Hafn­f­irðinga hvergi bangna þrátt fyr­ir stöðuna í at­vinnu­mál­um.

„Við lát­um þetta ekki buga okk­ur þótt erfitt sé og tak­ast verður á við þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert