Vill samstöðu með Grikklandi

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kaf­teinn Pírata, Birgitta Jóns­dótt­ir, lýsti yfir stuðning við grísku þjóðina á Alþingi í dag og hvatti hana til þess að fylgja hjarta sínu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem fyr­ir­huguð er í Grikklandi á sunnu­dag­inn. Þar verða greidd at­kvæði um það hvort fall­ast eigi á skil­yrði alþjóðlegra lána­drottna lands­ins fyr­ir frek­ari lána­fyr­ir­greiðslum.

„Í ljósi þess að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur verið að hvetja grísku þjóðina til þess að fara gegn vilja for­sæt­is­ráðherra lands­ins þá lang­ar mig til að lýsa yfir stuðningi við grísku þjóðina og hvetja þau til þess að fylgja hjarta sínu í þeirri þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem mun eiga sér stað fljót­lega,“ sagði Birgitta. Hvatti hún þing­menn til þess að styðja Grikki, sem alþjóðleg­ir lána­drottn­ar lands­ins hefðu farið mjög illa með, sem og aðrar þjóðir í sömu stöðu.

Birgitta minnti á að staðan í Grikklandi sýndi hvernig hefði getað farið hér á landi. Íslend­ing­um hefði hins veg­ar tek­ist að vinna úr erfiðum tím­um og væru nú að ná sér á strik. Lána­drottn­ar Grikk­lands ætluðu sér að ætla að leysa úr skulda­mál­um lands­ins með því að setja enn meiri skuld­ir á herðar grísku þjóðar­inn­ar sem væri fjar­stæðukennd leið til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka