Hjúkrunarfræðinemar segja upp störfum eftir útskrift

Hjúkrunarfræðingar að störfum á LSH.
Hjúkrunarfræðingar að störfum á LSH. mbl.is/Golli

Yfir 250 hjúkr­un­ar­nem­ar á 1., 2. og 3. ári frá Há­skóla Íslands og Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri hafa ákveðið að ráða sig ekki í störf hjúkr­un­ar­fræðinga að lok­inni út­skrift nema betri samn­ing­ar ná­ist.  Þetta kem­ur fram í  yf­ir­lýs­ingu frá ís­lensk­um hjúkr­un­ar­nem­um sem send var til fjöl­miðla og heil­brigðisráðherra.

Í yf­ir­lýs­ing­unni lýsa hjúkr­un­ar­fræðinem­ar yfir mikl­um áhyggj­um af kjara­bar­áttu hjúkr­un­ar­fræðinga og hvaða af­leiðing­ar hún mun hafa í för með sér. „Nú þegar er mik­ill skort­ur á hjúkr­un­ar­fræðing­um og mun sá skort­ur óhjá­kvæmi­lega verða enn meiri nema gripið verði til rót­tækra aðgerða. Dragi hjúkr­un­ar­fræðing­ar ekki upp­sagn­ir sín­ar til baka, fari þeir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem geta á eft­ir­laun og ráði ný­út­skrifaðir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sig ekki til starfa að lok­inni út­skrift gæti farið svo að allt að helm­ing­ur stétt­ar­inn­ar verði óstarf­andi eft­ir nokk­ur ár,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Jafn­framt er lýst yfir þung­um áhyggj­um yfir því hvaða af­leiðing­ar upp­sagn­ir hjúkr­un­ar­fræðinga munu hafa á klín­ískt nám hjúkr­un­ar­fræðinema, en marg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem hafa sagt upp störf­um starfa einnig sem klín­ísk­ir kenn­ar­ar. 

„Ástæða þess að við ætl­um ekki að segja upp störf­um fyrr en eft­ir út­skrift er sú að við álít­um of dýr­keypt að fórna reynsl­unni sem nem­ar öðlast á náms­tíma sín­um inni á stofn­un­um und­ir hand­leiðslu kenn­ara,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni en hjúkr­un­ar­fræðinem­ar mega byrja að taka hjúkr­un­ar­fræði vakt­ir eft­ir haustönn á þriðja ári. Einnig fá þeir ekki hjúkr­un­ar­leyfi frá land­lækni að lok­inni út­skrift nema að hafa unnið sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar í 350 vinnu­stund­ir, sem jafn­gild­ir um 80% starfi í 3 mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert