Þátttaka skipti máli í þjóðaratkvæðagreiðslum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Ef þrösk­uld­ur fyr­ir því að al­menn­ing­ur geti kallað eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu er lág­ur og þátt­taka reyn­ist svo lít­il er það á eng­an hátt skýr­ari eða lýðræðis­legri niðurstaða en sú sem fæst með full­trúa­lýðræði. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, í svari við fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá.

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, spurðu fjár­málaráðherra út í af­stöðu hans til end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni, sér­stak­lega með til­liti til ákvæða um þjóðar­at­kvæðagreiðslur, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Bjarni sagði að ef að til­teknu hlut­falli at­kvæðabærra manna yrði tryggður rétt­ur til að krefjast þjóðar­at­kvæðagreiðslna þá teldi hann minni ástæðu til að gefa þriðjungi þing­heims slík­an rétt eða að halda í ákvæði um mál­skots­rétt for­seta. Árni Páll tók und­ir með Bjarna um mál­skots­rétt for­seta enda benti á að ákvæði um rétt minni­hluta þing­manna til að knýja fram þjóðar­at­kvæðagreiðslur tryggði það að meiri­hlut­inn á þingi reyndi að ná meiri sam­stöðu um mál og und­ir­byggi þau bet­ur.

Birgitta spurði Bjarna út í hversu hátt hlut­fall þjóðar­inn­ar hann teldi að þyrfti til að krefjast þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Svaraði Bjarni því til að þátt­taka í at­kvæðagreiðslunni skipti máli. Þess vegna hafi hann verið hall­ur und­ir það að hafa lág­marksþrösk­uld fyr­ir því að hægt sé að krefjast slíkr­ar at­kvæðagreiðslu nær 20% en 5%.

Hætt­an væri sú að ef byggt væri á 5% reglu og svo væri þátt­taka lök þá væri sú niðurstaða á eng­an hátt skýr­ari eða lýðræðis­legri en sú sem feng­ist með full­trúa­lýðræði. Sagðist hann enn­frem­ur ekki telja að þörf væri á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar sem Birgitta hafði einnig spurt hann um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert