Fyrsti fundur gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins var haldinn nú í morgun. Kynnti gerðardómurinn þar vinnureglur sínar auk þess sem óskað var eftir greinargerð frá báðum aðilum.
Fengu aðilarnir viku frest til að skila greinargerðunum og verða þær lagðar fram á næsta fundi dómsins föstudaginn 10. júlí.
Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur formanni BHM var málið ekki tekið efnislega til umfjöllunar. „Við munum vinna greinargerðina úr fyrirliggjandi gögnum auk þess sem gerðardómur óskaði eftir rökstuðningi fyrir kröfum okkar,“ segir Þórunn í samtali við mbl.is.