Ísland eitt af merkustu náttúruundrum veraldar

Ljósmynd/Stan Klasz

Á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland birtist viðtal við Stan Klasz, þar sem hann lýsir upplifun sinni af Íslandsheimsókn hans nýverið. Myndirnar sem hann tók eru magnaðar, og hann segir að Ísland ætti að vera flokkað sem eitt af helstu náttúruundrum veraldar.

Ljósmynd/Stan Klasz

Greinahöfundur Stuck in Iceland rakst á myndir á vefsíðu hans, þar sem hann myndaði meðal annars Lómagnúp. Hann tekur einnig óvenjulegar myndir með innrauðri myndavél, sem eru merkilegar vegna mikillar skerpu og sterkra jarðlita.

Ljósmynd/Stan Klasz

Stan starfar sem flugumferðarstjóri í Kanada, er kvæntur og á tvö börn, eins og þriggja ára. Hann hefur stundað ljósmyndun undafarinn áratug og er alinn upp í Winnipeg rétt hjá Gimli þar sem fjöldi Vesturíslendinga búa.

Hann var á Íslandi í apríl og maí og hafði lengi langað að mynda Ísland. Hann lét loks verða af því í tilefni af því að fertugsafmælið nálgast óðfluga.

Ljósmynd/Stan Klasz

„Ég hef séð væna sneið af heiminum og ég get með sanni sagt að Ísland býr að einhverju því fjölbreytilegasta og einstaka landslagi sem ég hef séð. Það er stanslaust að breytast. Á örskömmum tíma ertu kominn af fallegum túnum yfir í hraunbreiður eða harðgerða, svarta ströndina. Eyjan í heild ætti að vera álitin eitt af merkustu náttúruundrum veraldar,“ segir Stan.  

Ljósmynd/Stan Klasz

Viðtalið í heild má lesa á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland, auk þess sem myndir hans birtast þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert