Steingrímur ræðukóngur annað árið í röð

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, er ræðukóngur Alþingis annað árið í röð.

Á 144. löggjafarþingi Alþingis, sem lauk í gær, talaði Steingrímur í samtals 2.419 mínútur, eða rúmlega einn og hálfan sólarhring. Hann flutti 293 ræður á þinginu og gerði 496 athugasemdir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er eini stjórnarliðinn sem var á meðal þeirra tíu alþingismanna sem lengst töluðu á þinginu sem leið. Skemmst talaði Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að því er fram kemur í fréttaskýringu um ræðuhöld á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert