„Það þýðir ekkert að fara í svona verkefni í svartsýniskasti,“ segir Steinþór Bjarni Kristjánsson, stjórnarformaður nýs fyrirtækis, Fiskvinnslu Flateyrar, sem er að hefja fiskverkun á Flateyri.
Þar hafa mörg fyrirtæki reynt fyrir sér á undanförnum áratugum en orðið gjaldþrota eða hætt af öðrum ástæðum. Fyrirtækið er stofnað á grunni kvóta sem Byggðastofnun úthlutaði til sjávarbyggða.
Flateyri fékk 300 tonn úr þeim potti. Allir útgerðarmennirnir koma að stofnun fyrirtækisins og fleiri fjárfestar, að því er fram kemur í umfjöllun um verkefni þetta í Morgunblaðinu í dag.