Hafnargarðurinn verði varðveittur

Hafnargarðurinn fór undir landfyllingu fyrir 76 árum en er enn …
Hafnargarðurinn fór undir landfyllingu fyrir 76 árum en er enn merkilega heillegur. Eggert Jóhannesson

Minja­stofn­un mun krefjast þess að hafn­argarður frá fyrri hluta 20. ald­ar sem graf­inn hef­ur verið upp á Aust­ur­bakka verði varðveitt­ur að minnsta kosti að hluta til. Það mun hafa áhrif á fram­kvæmda­plön þar og lík­lega þarf að slaka á kröf­um um bíla­geymslu, að sögn sviðsstjóra Minja­stofn­un­ar.

Við fram­kvæmd­ir þró­un­ar­fé­lags­ins Land­stólpa hef­ur hafn­argarður frá Reykja­vík­ur­höfn sem fór und­ir land­fyll­ingu árið 1939 komið í ljós. Garður­inn var reist­ur á fyrri stríðsár­un­um sem hluti af hafn­ar­gerðinni en hún var á þeim tíma stærsta og merk­asta verk­lega fram­kvæmd sem Íslend­ing­ar höfðu ráðist í, að sögn Pét­urs H. Árm­ans­son, sviðsstjóra hjá Minja­stofn­un. Járn­braut var meðal ann­ars notuð til að flytja efni úr Skóla­vörðuholti og Öskju­hlíð og er það eina skipti sem lest­ar hafa verið notaðar á Íslandi.

„Þetta er afar merk­ur fund­ur. Menn vissu svo sem af þess­um garði þarna og það var búið að benda á áður en skipu­lag var gert að þess­um reit að hafn­argarður­inn væri senni­lega þarna und­ir. Menn gerðu sér kannski ekki grein fyr­ir því að hann væri svona heil­leg­ur og fal­leg­ur,“ seg­ir hann.

Ekki bara rúst­ir held­ur heilt friðað mann­virki

Garður­inn tengd­ist stein­bryggju sem var við enda Póst­hús­stræt­is. Hún var að sögn Pét­urs í raun hliðið inn í landið um marga ára­tugi. All­ir þeir sem komu til lands­ins um höfuðstaðinn hafi farið um stein­bryggj­una og gengið um Póst­hús­strætið. Garður­inn teng­ist því mann­virki og þeirri sögu.

Pét­ur seg­ir að Minja­stofn­un líti svo á að ekki sé aðeins um rúst­ir að ræða held­ur heilt mann­virki. Það sé orðið hundrað ára gam­alt og sé því friðað. Af þeim sök­um verði eng­ar breyt­ing­ar gerðar á því nema með samþykki Minja­stofn­un­ar. Málið snú­ist um hvort garður­inn verði varðveitt­ur í heild sinni eða að hluti hans verði varðveitt­ur á sín­um stað.

„Minja­stofn­un ger­ir skýra kröfu um það að ein­hver hluti þessa mann­virk­is fái að standa á nú­ver­andi stað og verði sýni­leg­ur í borg­ar­um­hverf­inu,“ seg­ir Pét­ur.

Deili­skipu­lag svæðis­ins heim­il­ar að þar verði byggðir 21.500 fer­metr­ar of­anj­arðar. Til stend­ur að reisa þar versl­un­ar- og íbúðar­hús­næði. Þá á að grafa bíla­kjall­ara á reitn­um sem verður í heild­ina 1.000 fer­metr­ar. Fram­kvæmd­un­um á að ljúka árið 2018, að því er kem­ur fram í frétt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. Ef varðveita á hafn­argarðinn eins og Pét­ur lýs­ir hlýt­ur það að raska þess­um áform­um.

„Það mun óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif á þau fram­kvæmda­plön sem þarna liggja fyr­ir. Það er bara spurn­ing hversu mik­il þau áhrif verða. Reykja­vík­ur­borg hef­ur sett kvaðir um að það verði bíla­geymsla und­ir öll­um reitn­um. Það er al­veg ljóst að það þarf eitt­hvað að slaka á þeim kröf­um ef þetta á að nást fram,“ seg­ir Pét­ur.

Upp­fært 16:44 Upp­haf­lega stóð í frétt­inni að fram­kvæmd­irn­ar væru Land­stólpa og fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins. Hið rétt er að Land­stólpi læt­ur hanna og byggja húsið en Reg­inn kaup­ir hluta húss­ins full­búið og fær það af­hent haustið 2017.

Um 1927-1928, séð yfir miðbæ Reykjavíkur. Hvíta húsið fyrir miðju …
Um 1927-1928, séð yfir miðbæ Reykja­vík­ur. Hvíta húsið fyr­ir miðju mynd­ar­inn­ar er hús Eim­skipa­fé­lags­ins. Vinstra meg­in við það má sjá hafn­argarðinn sem nú er verið að grafa upp. Magnús Ólafs­son (1862-1937)
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert