Vinirnir Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson luku hringferð sinni á traktorum í dag. Ferðalagið hófst 25. júní og lentu þeir félagar í hinum ýmsu ævintýrum. Þar nefna þeir m.a. þoku og slagviðri í Jökuldal, samakstur með traktorum víða um land og heimsóknir til leikskólabarna á landsbyggðinni.
Með akstrinum vildu þeir einnig vekja athygli á mikilvægi vináttu í lífinu, og þá sérstaklega í baráttunni við einelti, en þeir hafa sjálfir verið vinir frá blautu barnsbeini. Þannig stóðu þeir í samstarfi við Barnaheill fyrir átakinu Vinir Ferguson gegn einelti. Átakið mun standa framyfir helgi og verður hægt að styrkja það í gegnum söfnunarsímann 904-1900, eða í gegnum bankareikning samtakanna.
Fréttir mbl.is:
12 tíma hristingur á traktor í gær
„Verðum hálfgerðir titrarar eftir það“
Láta 50 ára gamlan draum rætast