Píratar enn langstærstir

Mynd frá eldhúsdagsumræðum á Alþingi.
Mynd frá eldhúsdagsumræðum á Alþingi. mbl.is/Golli

Pírat­ar njóta næst­um tíu pró­sentu­stiga meiri stuðnings en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem nýt­ur næst­mests fylg­is. Þetta er meðal niðurstaðna könn­un­ar MMR, þar sem könnuð var afstaða fólks til flokka á Alþingi.

MMR kannaði fylgi stjórn­mála­flokka og stuðning við rík­is­stjórn­ina (stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks) á tíma­bil­inu 24. til 30. júní 2015. Fylgi Pírata mæld­ist nú 33,2%, borið sam­an við 32,4% í síðustu könn­un (sem lauk 24. júní s.l.) og mæl­ast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 23,8%, borið sam­an við 23,3% í síðustu könn­un. Fylgi Vinstri-grænna mæld­ist nú 12,0%, borið sam­an við 10,5% í síðustu könn­un. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 10,6%, borið sam­an við 10,0% í síðustu könn­un. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 9,3% borið sam­an við 11,6% í síðustu könn­un. Fylgi Bjartr­ar framtíðar mæld­ist nú 5,6%, borið sam­an við 6,8% í síðustu könn­un. Fylgi annarra flokka mæld­ist und­ir 2%. 

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 30,4% en mæld­ist 31,9% í síðustu mæl­ingu (sem lauk þann 24. júní s.l.) og 29,4% í maí s.l. (lauk 2. júní).

Nán­ar á vef MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert