Fornleifafræðingar hafa grafið niður á minnst 20 metra langan skála frá landnámsöld við Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur.
Er skálinn um 5,5 metrar á breidd þar sem hann er breiðastur og inni í honum miðjum hefur verið einn stærsti langeldur sem fundist hefur á Íslandi, en sjáanleg ummerki sýna að hann hefur verið minnst 5,20 metrar á lengd. Er skáli þessi stærri en sá sem fannst á sínum tíma við Aðalstræti, að því er fram kemur í máli og myndum í umfjöllun um fornleifafund þennan í Morgunblaðinu í dag.
„Þessi fundur hefur komið okkur öllum mjög á óvart og er eiginlega endurritun á sögu Reykjavíkur,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.