Ekkert ákveðið

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið staðsettur í Vatnsmýri í 70 ár.
Reykjavíkurflugvöllur hefur verið staðsettur í Vatnsmýri í 70 ár. mbl.is/Árni Sæberg

Krist­ín Har­alds­dótt­ir, aðstoðarmaður Ólaf­ar Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að nú þegar áhættumat Isa­via á hugs­an­legri lok­un flug­braut­ar 06/​25 á Reykja­vík­ur­flug­velli sé komið fram og hafi verið birt á heimasíðu inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, verði öll mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vall­ar rýnd í ráðuneyt­inu og ekki sé tíma­bært að segja til um það hver verða næstu skref­in.

„Þetta bréf frá Isa­via og fylgiskjöl fara núna í sér­staka rýn­ingu í ráðuneyt­inu, en að öðru leyti er ótíma­bært, að segja til um það hver næstu skref­in verða,“ sagði Krist­ín í ör­stuttu spjalli við Morg­un­blaðið í gær.

Ekki er horft til sjúkra­flutn­inga í áhættumati Isa­via á hugs­an­legri lok­un 06/​24 flug­braut­ar­inn­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Það hef­ur Hjartað í Vatns­mýr­inni gagn­rýnt harðlega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert