Kristín Haraldsdóttir, aðstoðarmaður Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, segir að nú þegar áhættumat Isavia á hugsanlegri lokun flugbrautar 06/25 á Reykjavíkurflugvelli sé komið fram og hafi verið birt á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, verði öll málefni Reykjavíkurflugvallar rýnd í ráðuneytinu og ekki sé tímabært að segja til um það hver verða næstu skrefin.
„Þetta bréf frá Isavia og fylgiskjöl fara núna í sérstaka rýningu í ráðuneytinu, en að öðru leyti er ótímabært, að segja til um það hver næstu skrefin verða,“ sagði Kristín í örstuttu spjalli við Morgunblaðið í gær.
Ekki er horft til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Það hefur Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnt harðlega.