Fara Hringinn á tveimur dögum

Sterna Travel er með aðstöðu í Hörpu. Þar hefjast og …
Sterna Travel er með aðstöðu í Hörpu. Þar hefjast og enda allar ferðir fyrirtækisins. Það er einnig með aðstöðu á Akureyri og Höfn í Hornafirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ferðafólki býðst nú að fara Hringinn á tveimur dögum. Sterna Travel er fyrsta fyrirtækið sem býður akstur allan Hringinn, á eigin vegum.

Ferðafólkið kaupir Hringpassa og getur einnig farið leiðina á lengri tíma með því að stoppa á ýmsum áfangastöðum og halda áfram með annarri ferð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við teljum að það þurfi fjölbreytta ferðamöguleika fyrir þá sem sækja Ísland heim. Hingað kemur fólk úr öllum heimsálfum og notar mismunandi ferðamáta. Sumir vilja verja viku eða tíu dögum í það að fara Hringinn og skoða náttúruna með því að nýta Hringpassa. Aðrir koma í stuttar ferðir og vilja gera þetta á tveimur til þremur dögum,“ segir Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Sterna Travel.

Sterna Travel er með aðstöðu í Hörpu. Þar hefjast og …
Sterna Travel er með aðstöðu í Hörpu. Þar hefjast og enda allar ferðir fyrirtækisins. Það er einnig með aðstöðu á Akureyri og Höfn í Hornafirði. mbl.is/Helgi Bjarnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert