Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Helga Jónssonar, elsta flugskóla landsins, og hefur í kjölfarið stofnað Flugklúbb Helga Jónssonar sem verður starfræktur í húsakynnum skólans á Reykjavíkurflugvelli.
Eru þá aðeins tveir skólar eftir í landinu með atvinnuflugmannsnám, Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis, að hinn nýstofnaði flugklúbbur eigi að vera samkomumiðstöð fyrir flugáhugamenn þar sem menn geta flogið flugvélum og safnað sér flugtímum.