Sterkt samband milli Íslands og ESB

Sigmundur Davíð og Jean-Claude Juncker fyrir fundinn í Brussel í …
Sigmundur Davíð og Jean-Claude Juncker fyrir fundinn í Brussel í dag. Ljósmynd/Framkvæmdastjórn ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að jafnvel þó svo að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu, þá sé sambandið á milli landsins og ESB sterkt. Áfram verði byggt á því.

Á Twittersíðu sinni segist forsætisráðherra hafa átt mjög góðan fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í dag.

Þetta er fyrsti fundur forsætisráðherra með leiðtogum sambandsins eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim í marsmánuði að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.

Í maí síðastliðnum fjar­lægði Evr­ópu­sam­bandið síðan Ísland af lista sín­um yfir um­sókn­ar­ríki, sam­kvæmt vefsíðu sam­bands­ins.

Á fundinum voru samskipti Íslands og Evrópusambandsins rædd, meðal annars framkvæmd EES-samningsins og möguleikar á auknu samstarfi á öðrum sviðum. Einnig voru efnahagsmál og norðurslóðir til umræðu, sem og staða mála í Evrópu sem er mjög í deiglunni nú um stundir.

Í fyrramálið mun forsætisráðherra eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Frétt mbl.is: Horfa til framtíðar í Brussel

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert