Breytt Ísland á kortum ESB

Skjáskot

Evrópusambandið heldur áfram að fjarlægja Ísland af vefsíðum sínum þar sem fjallað er um umsóknarríki að sambandinu.

Eins og Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi, sagði í samtali við mbl.is fyrr á þessu ári er um að ræða margar vefsíður og fyrir vikið geti tekið tíma að leiðrétta þær allar. Það yrði hins vegar smám saman gert.

Stöðu Íslands var nú síðast breytt á kortum á vefsíðum ESB þar sem landið var áður merkt sem umsóknarríki en hefur nú sömu stöðu samkvæmt þeim og önnur EFTA-ríki eins og Noregur og Sviss.

Kortið má sjá á þessari vefsíðu en smella þarf á flipann MAP til þess að sjá það. Áður var Ísland í gráum lit líkt og þau ríki sem sótt hafa um inngöngu í ESB. Það sama á við um kort á vefsíðu sendinefndar sambandsins gagnvart Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka