Hækkanir á daglegu brauði

Listi Neytendasamtakanna yfir verðhækkanir birgja lengist stöðugt í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru 29. maí sl.

Meðal nýlegrar viðbóta við listann eru hækkanir Góu-Lindu á öllum vörum sínum um 10-15% vegna nýgerðra kjarasamninga auk hækkana á hráefniskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði, en fyrirtækið hefur ekki þurft að hækka verð síðan 2009. Ekki verður ódýrara fyrir almenning að borða brauð og kökur, en Brauðgerð Kr. Jónssonar hækkar brauð og kökur um 5,6% frá og með deginum í dag.

Einnig er ljóst að fyrirtæki í þjónustugeiranum hafa þurft að boða verðhækkanir í kjölfar kjarasamninga en þar má m.a. nefna Póstdreifingu, sem hækkaði vörur sínar um 5% þann 1. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert