Hafþór Júlíus Björnsson hreppti titilinn sterkasti maður Evrópu fyrr í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Hafþór hlýtur titilinn en keppnin fór fram í dag í Leeds í Englandi. Hafþór innsiglaði sigurinn í kvöld þegar hann náði að lyfta sjö steinunum í steinalyftu. Myndband af afrekinu má sjá hér að neðan.