Landsbankanum hafa staðið til boða aðrir og ódýrari lóðakostir en sá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, undir nýjar höfuðstöðvar.
Mannverk var eitt þeirra fyrirtækja sem buðu bankanum lóð en var hafnað.
Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, segist ekki sjá nein rök sem mæla með því að ríkisbanki byggi á svo dýrum stað sem lóðin við Austurhöfn er. Var hún keypt á 957 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.